Undirritaður verksamningur v/ Bæjarbryggju

Í gær, fimmtudaginn 10. desember, var undirritaður samningur á milli Fjallabyggðar og Ísar ehf.  vegna endurbyggingu á Bæjarbryggju á Siglufirði. Það voru þeir Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og Stefán Guðjónsson forstjóri Ísar ehf sem skrifuðu undir samninginn í Ráðhúsi Fjallabyggðar. 

Þriðjudaginn 3.nóvember sl. voru á skrifstofu Vegagerðarinnar og skrifstofu Fjallabyggðar opnuð tilboð í endurbyggingu Bæjarbryggju á Siglufirði.
Útboðið var opið og auglýst í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar og í Morgunblaðinu.
Fjögur tilboð bárust og var Ísar ehf með lægsta tilboð að upphæð 175.777.000 kr. sem er 5% yfir áætlun.

Eftir að tilboðin höfðu verið yfirfarin lagði Vegagerðin til að gengið yrði til samninga við lægstbjóðanda. Bæjarráð samþykkti það á fundi sínum þann 9. nóvember og var það svo staðfest af bæjarstjórn þann 11. nóvember.

Framkvæmdir munu hefjast í janúar 2016 og er áætlað að þeim verði lokið í júlí sama ár.

Viðstaddir undirritunina voru þeir Fannar Gíslason verkfræðingur frá Vegagerðinni og Ólafur H. Kárason formaður Hafnarstjórnar.

Mynd, f.v.: Fannar Gíslason, Gunnar I. Birgisson, Stefán Guðjónsson og Ólafur H. Kárason