Umsóknir um húsaleigubætur

Umsóknum um húsaleigubætur fyrir septembermánuð skal skila inn eigi síðar en mánudaginn 17. september, á bæjarskrifstofur Fjallabyggðar á Ólafsfirði eða á Siglufirði.

Nauðsynleg fylgigögn með umsóknum eru:

  1. Frumrit þinglýsts húsaleigusamnings
  2. Ljósrit af skattframtölum þeirra sem leigja íbúðina, staðfest af skattstofu.
  3. Ljósrit af launaseðlum þeirra sem leigja íbúðina, fyrir síðustu þrjá mánuði.
  4. Staðfesting frá viðk. skóla ef umsækjandi er í námi.

Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofum Fjallabyggðar og hér á heimasíðunni.

Félagsmálastjóri