Umfjöllun um blúshátíð í Svæðisútvarpi Norðurlands

Í svæðisútvarpi RÚV í dag verður viðtal við Gísla Rúnar Gylfason, formann Jassklúbbs Ólafsfjarðar og Kormák Bragason, einn stofnenda klúbbsins vegna Blúshátíðarinnar sem haldin verður í Ólafsfirði um helgina. Kormákur mun einnig spila lag eða tvö í útsendingunni. Áhugi fjölmiðla á hátíðinni hefur farið vaxandi undanfarna daga, enda er hér um skemmtilegan og merkilegan viðburð að ræða.