Tvö lög frá Fjallabyggð í Sjómannalagakeppni

Fjallabyggð getur státað af tveimur lögum í sjómannalagakepnni Rásar 2 og Hátíð hafsins. Lagið mamma er flutt af Roðlaust og beinlaust, söngur er í höndum Magnúsar G. Ólafssonar og Sævars Sverrissonar.  Einnig er lagið Fullur sjór af síld, eftir Sigurð Ægisson, en Miðaldamenn sjá um flutning og er söngur í höndum Þorvaldar Halldórssonar og Gylfa Ægissonar. Hægt er að hlusta á lög kepnninnar á www.ruv.is/poppland og kjósa það lag sem þér þykir best.