Tröllaskagablaðið

Nýlokið er miðannarviku í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Nemendur á starfsbraut tóku sig til og gerðu blað, Tröllaskagablaðið, þar sem m.a. eru tekin viðtöl við nemendur og kennara.
Einnig eru frásagnir af nokkrum vettvangsferðum starfsbrautarnema í miðannarvikunni ásamt ýmsum fróðleik. Blaðið er ansi skemmtilegt og má nálgast það á heimasíðu MTR.