Trilludagar 28. júlí - Öðruvísi fjölskylduhátíð

Enn á ný mun Siglufjörður iða af lífi þegar fjölskylduhátíðin Trilludagar verður haldin laugardaginn 28. júlí nk., en þá verður gestum á öllum aldri boðið uppá sjóstöng og skemmtisiglingar út á fjörðinn fagra. Aflinn verður síðan grillaður þegar í land er komið. Síldargengið fer rúnt um bæinn, Sirkus Íslands kíkir í heimsókn og fjölskyldugrill verður á Rauðkutúni ásamt bryggjuballi þar sem Landabandið mun halda uppi fjörinu fram eftir kvöldi.
 
Það verður nóg af skemmtun fyrir alla fjölskylduna.