Tónleikar með Helgu Bryndísi í Siglufjarðarkirkju

Fimmtudagskvöldið 25. september, mun Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari, halda tónleika í Siglufjarðarkirkju og hefjast þeir klukkan 20:00  Á efnisskránni eru þekkt og aðgengileg verk eftir Bach, Beethoven, Rachmaninoff og Chopin.
Aðgangseyrir er kr. 1000 en frítt fyrir börn.