Tónleikar í Siglufjarðarkirkju

Anna ásamt undirleikurum
Anna ásamt undirleikurum

Anna Jónsdóttir, sópransöngkona heldur tónleika í Siglufjarðarkirkju, sunnudaginn 24. júlí klukkan 17:00. Þar mun hún syngja íslensk þjóðlög.

Sumarið 2015 fór Anna í tónleikaferðalag um landið sem nefnist „Uppi og niðri og þar í miðju“. Þessi tónleikaferð, var farin í kjölfar útgáfu hljómdisks sem Anna gaf út haustið þar áður og ber nafnið VAR. Á honum eru íslensk þjóðlög, sungin án meðleiks og hljóðrituð í Akranesvita og lýsistanki í Djúpavík. Yfirskrift tónleikanna er Máninn líður, íslensk tónlist í nýjum búningi. Með Önnu eru þær Ute Völker sem leikur á harmonikku og Ursel Schlicht sem leikur á píanó.

Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir.