Frá hafnarsvæði á Siglufirði
Á fundi hafnarstjórnar þann 13. apríl sl. var til umræðu umgengni á hafnarsvæðum í Fjallabyggð. Fól hafnarstjórn hafnarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og yfirhafnarverði að koma með tillögu að umgengni og fyrirkomulagi gáma við hafnarsvæði Fjallabyggðar. Ljóst er að umgengi um hafnar- og atvinnusvæði í Fjallabyggð má vera betra og því eru eigendur veiðarfæra, járnadóts, vélarhluta og annarra lausamuna sem eru og hafa verið í hirðuleysi á þessum svæðum beðnir um að fjarlægja þetta dót fyrir 1. júní 2015. Eftir þann tíma verður því sem ekki hefur verið fjarlægt af eigendum eða umráðafólki fargað á kostnað eigenda.

Frá hafnar- og atvinnusvæði í Ólafsfirði

Frá hafnar- og atvinnusvæði á Siglufirði