Tjaldsvæðið í Ólafsfirði

Tjaldsvæðið í Ólafsfirði
Tjaldsvæðið í Ólafsfirði

Nú er lokið við að þökuleggja tjaldsvæðið í Ólafsfirði.  Í framhaldinu verður hellulagður göngustígur milli tjarnarinnar og íþróttamiðstöðvarinnar. Einnig verður fljótlega komið upp stóru skilti með gönguleiðum í Fjallabyggð og götukorti af Ólafsfirði.  Frekari framkvæmdir við tjaldsvæðið verða svo á næsta ári en þá verða gróðursett skjólbelti og eins verður syðri hlutinn hækkaður upp og þökulagður.