Tímabundin lokun á íþróttamiðstöðinni Siglufirði

Frá sundlaug Siglufjarðar
Frá sundlaug Siglufjarðar

Vakin er athygli á því að íþróttamiðstöðin Siglufirði verður lokið milli kl. 08:00 - 17:00, fimmtudaginn 17. desember vegna námskeiðs hjá starfsfólki.

Einnig er vakin athygli á því að auglýstur opnunatími íþróttamiðstöðva þann 27. desember hefur breyst frá því sem var auglýst í aðventu- og jóladagskrá Fjallabyggðar. Á Siglufirði verður opið á milli kl. 10:00 - 14:00 og í Ólafsfirði milli kl. 14:00 - 18:00.