Tillaga um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði felld.

Tillaga um sameiningu 9 sveitarfélaga í Eyjafirði var felld í kosningunum á laugardag, tillagan var aðeins samþykkt á Siglufirði og í Ólafsfirði en felld með afgerandi hætti í öðrum sveitarfélögum á svæðinu. Niðurstaðan þýðir einfaldlega það að ekki verður kosið aftur um þessa tillögu og er því líklegt að skipan sveitarfélaga á svæðinu verði óbreytt um sinn.Kosningaþátttaka á Siglufirði var tæp 61% sem verður að teljast þokkalegt, 65% sögðu já en 35% sögðu nei og er því niðurstaðan hér afar skýr.