Tilkynning vegna lokunar Túngötu

Framkvæmdir eru að hefjast á endurnýjun Túngötu, milli Aðalgötu og Eyrargötu. Hjáleið verður um Þormóðsgötu og Lækjargötu á meðan á framkvæmdunum stendur. Lækjargatan verður því tvístefnugata á meðan framkvæmdir standa yfir á Túngötu.  Einnig verður hægt að komast að bílastæðum á móti Vínbúðinni og til móts við Arionbanka og Ljóðasetrið. Sjá nánar á meðfylgjandi korti.

Framkvæmdunum á að ljúka í lok júní.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að verða við framkvæmdina.