Tilkynning um skipulagsmál

Niðurstaða bæjarráðs varðandi deiliskipulag

Svæði fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap, Siglufirði – deiliskipulag

Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti þann 5. júlí 2011 óverulega breytingu á ofangreindu skipulagi sem auglýst var þann 15. nóvember 2010 með athugasemdafresti til 27. desember 2010. Breytingin felur í sér að lóðir fyrir fjárhúsbyggingar flytjast á merktar lóðir fyrir hesthús nr 7-12. Byggingarreitir sem áður voru merktir fyrir fjárhús sunnan við núverandi hesthúsabyggð verða felldir út. Þannig fækkar nýjum lóðum fyrir hesthús úr 6 í 4. Fjöldi lóða fyrir fjárhús helst óbreyttur. Breytingin kemur einnig betur út vegna ofanflóðamála og minni spjöll verða á votlendi.

Skipulagið verður staðfest í B-deild Stjórnartíðinda og verður aðgengilegt á heimasíðu Fjallabyggðar, www.fjallabyggd.is. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta geta beitt fyrir sig 1. lið 10. gr. í skipulagsreglugerðar (400/1998).

Bæjarstjóri Fjallabyggðar

Greinagerð

Uppdráttur