Tilkynning til íbúa og viðskiptavina Fjallabyggðar

Tilkynning til íbúa og viðskiptavina Fjallabyggðar

Íbúar og aðrir viðskiptavinir sem eiga erindi á bæjarskrifstofuna eru hvattir til draga úr heimsóknum og hringja frekar í síma 464-9100 frá kl. 10:00-15:00 eða senda tölvupóst á fjallabyggd@fjallabyggd.is ef þeir eiga einhvern kost á því.
Starfsfólk ráðhússins mun áfram leggja áherslu á að veita góða þjónustu en við biðjum viðskiptavini um að sýna þolinmæði. Vakin er athygli á að netfangaskrá starfsmanna er á heimasíðu Fjallabyggðar.

Minnt er á að hægt er að senda inn algengustu umsóknir er varða þjónustu bæjarins á minarsidur.fjallabyggd.is.