Tilkynning frá framleiðsluteymi Ófærðar

Kæri íbúi Siglufjarðar

Næstkomandi föstudag hefjast tökur á annarri þáttaröð sjónvarpsþáttanna Ófærð. Tökurnar hefjast að sjálfsögðu á Siglufirði og munu standa þar, til næstu mánaðamóta. Eins og áður, viljum við vinna allar framkvæmdir í traustu og góðu sambandi við bæjarbúa og nærsveitunga. Okkur fylgir, eins og síðast, töluvert umstang, götulokanir og mögulegar tafir á umferð. Við munum leggja okkur fram við að halda bæjarbúum upplýstum um hvað sé gerast hverju sinni til að sem minnst óþægindi hljótist af upptökunum.

Við hefjum leikinn, næstu helgi, á Ráðhústorginu. Þar munum við taka upp stórar senur sem munu yfirtaka allt torgið á meðan á undirbúningi og sjálfum upptökunum stendur. Torgið verður því lokað fyrir almennri umferð næstu helgi, bæði laugardag og sunnudag. Einnig óskum við eftir ykkar aðstoð - og biðjum um að engum bílum sé lagt á torginu frá og með föstudagskvöldinu og þangað til að tökum er að fullu lokið á sunnudagskvöldið.  Einnig að engar myndatökur verði á torginu þessa helgi.

Umferðatafir verða á Túngötu, Suðurgötu, Gránagötu og Aðalgötu. Þá stöðvum við umferð, rétt á meðan myndavélin rúllar en hleypum svo í gegn. Hjáleið verður óhindruð um Lindargötu.

Við biðjumst afsökunar á öllum óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

Besti þakkir fyrir aðstoðina
Framleiðsluteymi Ófærðar.