Tilkynning frá Fjallabyggð - Uppfærð

Rafmagn er komið á öll hús á Siglufirði og í hluta húsa Ólafsfjarðar. Samkvæmt upplýsingum frá RARIK er unnið hörðum höndum að koma rafmagni á og setja upp nauðsynlegt varaafl. Allar vélar Skeiðsfossvirkjunar eru komnar í lag.
Heitt vatn er komið í öll hús á Siglufirði en húseigendum er bent á að tappa af lofti sem kann að hafa myndast í ofnakerfi húsanna.

Fært er um Ólafsfjarðarmúla og verið að moka veginn um Almenninga.

ATH! Ný aðföng munu berast í verslanir Kjörbúðarinnar í Ólafsfirði og á Siglufirði í fyrramálið.