Tilboð í rekstur og skíða og knattspyrnusvæða

Í gær voru opnuð tilboð í rekstur skíða og knattspyrnusvæðis á Siglufirði. Þrjú tilboð bárust. Eitt tilboð barst frá Knattspyrnufélagi Siglufjarðar í rekstur knattspyrnusvæðisins. Tvö tilboð bárust í rekstur bæði skíða- og knattspyrnusvæðis. Frá Agli Rögnvaldssyni og Birni Sigurði Ólafssyni.

Fundur verður í frístundanefnd kl. 17:00 þar sem tilboðin verða til umræðu. Bæjarráð fundar svo á fimmtudag, en endanleg ákvörðun verður í höndum bæjarstjórnar.