Tilboð opnuð í viðbyggingu og endurbætur á Leikskálum

Leikskálar Siglufirði
Leikskálar Siglufirði

Í dag, mánudaginn 1. febrúar, voru opnuð tilboð í viðbyggingu og endurbætur á leikskóla við Brekkugötu 2 Siglufirði (Leikskálar).

Tvö tilboð bárust.
- Berg ehf; 145.357.000 kr.
- Tréverk Dalvík; 166.136.077 kr.

Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 122.519.995 kr.

Báðir aðilar skiluðu inn frávikstilboði m.v. lengdan verktíma;
Berg ehf; 127.551.000 kr. - skil á verki 10.10.2016.
Tréverk; 137.513.531 kr. - skil á verki 15.11.2016.

Í útboðsgögnum var gert ráð fyrir verklokum 15. ágúst 2016.

Eftir er að yfirfara tilboðin og mun bæjarráð taka afstöðu til þeirra á fundi á morgun, þriðjudaginn 2. febrúar.