Tilboð opnuð í endurbyggingu á Bæjarbryggju Siglufirði

Í dag voru opnuð hjá Vegagerðinni tilboð í endurbyggingu á Bæjarbryggju Siglufirði en Hafnarsjóður Fjallabyggðar hafði óskað eftir tilboðum í verkið.
Helstu verkþættir og magntölur eru:
· Brjóta og fjarlægja kant, polla og þekju á núverandi Bæjarbryggju, um 205 m.
· Fylling og kjarni, 22.000 m³.
· Jarðvinna, uppúrtekt og þjöppun.
· Reka niður 162 stálþilsplötur og ganga frá stagbitum og stögum.
· Steypa um 227 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.
· Grjótgarður, um 60 m langur.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. júní 2016.
Alls buðu fjórir aðilar í verkið:

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús. kr.
Venus ehf Reykjavík  350.463.220  210,1 174.686
AK flutningar ehf Reykjavík 319.963.620 191,8 144.187
ÍAV hf. Reykjavík 240.750.250 144,3 64.187
Ísar ehf., Kópavogi 175.777.000 105,4 0

 


Áætlaður verktakakostnaður er 166.832.500 kr.

Vegagerðin mun yfirfara tilboðin og gera tillögu til bæjarráðs sem tekur endanlega afstöðu til þeirra.

Heimild: vegagerdin.is