Þrír nemendur á meðal 15 efstu í stærðfræðikeppni

Forkeppni stærðfræðikeppni 9. bekkinga 2014 var haldin í mars. Keppnin er samstarfsverkefni FNV og MTR við grunnskóla á Norðurlandi vestra, Fjallabyggð og Dalvík. 
Að þessu sinni tóku um 170 nemendur þátt. Þrír nemendur við Grunnskóla Fjallabyggðar; Björn Vilhelm Ólafsson, Sara María Gunnarsdóttir og Þorgeir Örn Sigurbjörnsson voru á meðal 15 efstu og munu þau taka þátt í úrslitakeppni sem fer fram í maí. 
Við óskum þessum keppendum innilega til hamingju með árangurinn.