Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar (áhaldahús)

Nú hefur rekstur áhaldahúsanna á Siglufirði og Ólafsfirði verið sameinaður og til orðin Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar (áhaldahús).  Guðni M. Sölvason hefur verið ráðinn verkstjóri. Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar mun sinna sömu verkum og áhaldahúsin gerðu og eru íbúar Fjallabyggðar sem þurfa á þjónustu þjónustumiðstöðvarinnar að halda beðnir um að snúa sér til Guðna verkstjóra í síma 893-1467.

Bæjartæknifræðingur