Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. - 7. júlí

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin í 20. skiptið dagana 3. til 7. júlí 2019 og ber hún yfirskriftina Ást og uppreisn.

Á hátíðinni verða haldnir 18 tónleikar í Siglufjarðarkirkju, Bátahúsinu, Gránu og Rauðku, auk þess sem boðið verður upp á skemmtileg námskeið og Þjóðlagaakademíu um íslenska og erlenda þjóðlagatónlist.

Fyrsta þjóðlagahátíðin var haldin árið 2000 og hefur þessi skemmtilega tónlistarhátíð verið haldin árlega síðan. Mörg hundruð manns hafa komið fram á hátíðinni frá upphafi og margir hafa lagt leið sína til Siglufjarðar til þess að njóta tónlistar og skemmta sér í einu fallegasta þorpi landsins. Upplýsingar um dagskrá þjóðlagahátíðar er aðgengileg hér: siglofestival.com