Þjóðlagahátíð hefst í dag

Þjóðlagahátíð á Siglufirði hefst formlega í dag kl. 13:00 þegar safnast verður saman á Ráðhústorginu og gengið á fjall ofan við Siglufjörð.
Í kvöld kl. 20:00 verða svo tónleikar í Siglufjarðarkirkju sem bera yfirskriftina "Hin gömlu kynni gleymast ei", en þar munu Heddý og félagar syngja og leika íslenskar dægurperlur frá 20. öld.
Kl. 21:30 verða tónleikar í Bátahúsinu þar sem fluttir verða helgisöngvar og norsk þjóðlög sem tengjast Ólafi helga Noregskonungi.
Dagskránni þennan fyrsta dag lýkur svo með tónleikum í Bræðsluverksmiðjunni Gránu kl. 23:00 en þar verða fluttar sagnir og söngvar frá Wales.

Allar nánari upplýsingar um dagskrá Þjóðlagahátíðar, miðasölu ofl. má finna á heimasíðunni, www.folkmusik.is

Yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er "Fagurt syngur svanurinn". Listrænn stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson og framkvæmdastjóri: Mónika Dís Árnadóttir