Þjóðaratkvæðagreiðsla 6. mars 2010

Vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010 Samkvæmt a- lið 1. mgr 23. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 4/2010, skal við þjóðaratkvæðagreiðsluna taka á kjörskrá alla þá sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 1. mgr. 1. gr. kosningalaga.

Þetta þýðir að við þjóðaratkvæðagreiðsluna í næsta mánuði verða menn á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eru skráðir með lögheimili samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár laugardaginn 13. febrúar 2010.

Lögheimilisflutninga skal tilkynna til bæjarskrifstofunnar í Fjallabyggð, en einnig er hægt að tilkynna flutning til þjóðskrár.

Fjallabyggð