Þakkir

Vil hér fyrir hönd undirbúningsnefndar og bæjarstjórnar, þakka öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í  undirbúningi og viðburðum helgarinnar. Bæjarfélagið stóð vaktina og gestir samfélagsins urðu ekki fyrir vonbrigðum. Veðrið var eins og best er á kosið,  yndislegt  á laugardeginum og ekki var það síðra á sunnudeginum. Upp úr stendur  viðmót bæjarbúa, gleði og ánægja  á merkum tímamótum. Óska bæjarbúum til hamingju með vígsluna og góða helgi. Kveðja Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri.