Teikningar af húsum aðgengilegar í kortasjá

Líkt og greint var frá hér á heimasíðunni í ágúst er hægt að kalla fram upplýsingar um lóðir, fasteignir, vegi, lagnir í eigu Rarik og Norðurorku, fráveitu, vatnsveitu auk hin ýmsu þjónustutákn á sérstakri kortasjá sem unnin er af fyrirtækinu Loftmyndir. Jafnframt var þess getið að unnið væri í því að setja inn teikningar af fasteignum og nú er þeirri vinnu lokið. Hægt er að nálgast öll þau gögn fasteigna sem skilað hefur verið inn til Tæknideildar Fjallabyggðar, s.s. aðaluppdrætti, grunnmyndir, upplýsingar um burðarvirki ofl.

Þessi þjónusta er liður í því að auka aðgengi íbúa að upplýsingum.

Allar ábendingar er varðar upplýsingar í kortasjánni má senda á Írisi Stefánsdóttur tæknifulltrúa, netfang: iris@fjallabyggd.is

Kortagrunnur Fjallabyggðar
Myndin sýnir hvernig upplýsingar koma fram þegar kallað er eftir teikningum af fasteignum.