Sorphirða yfir hátíðarnar

Búast má við einhverjum töfum á sorphirðu í Fjallabyggð á næstunni sökum snjóþunga og þ.a.l. þungrar færðar á götum. Við hvetjum alla til að moka vel frá sorptunnum til að greiða aðgengi starfsmanna að tunnunum.