Tafir á opnun sundlaugar í Ólafsfirði

Vegna ófyrirséðra tafa við afhendingu efnis við endurnýjun búningsklefa í sundlaug Fjallabyggðar Ólafsfirði verður sundlaugin ekki opnuð í byrjun júní eins og ráðgert hafði verið. Stefnt er að opnun laugarinnar eins fljótt og auðið er, í síðasta lagi 20. júní. Kappkostað er að opna sundlaugina fyrr ef möguleiki er á og verður það þá auglýst sérstaklega.

Sumaropnun sundlaugar Fjallabyggðar á Siglufirði hefst 7. júní.
Opið verður alla virka daga kl. 06:30 – 19:00 og laugardaga og sunnudaga kl. 10:00 – 18:00.