Tæknilæsi í Fjallabyggð 60+

Tæknilæsi í Fjallabyggð - frítt fyrir 60+

Símey, Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, býður íbúum Fjallabyggðar 60 ára og eldri upp á námskeið í tæknilæsi. Námskeiðin verða haldin í báðum byggðakjörnum 5. og 6. október og 12. og 13. október nk.
(miðvikudaga og fimmtudaga) frá kl. 10:00-12:00 hjá Einingu Iðju, Eyrargötu 24b Siglufirði og sömu daga frá kl. 13:00-15:00 í Tjarnarborg Ólafsfirði.