Sýningar í Listhúsinu í apríl

Listhúsið í Ólafsfirði heldur áfram að standa fyrir menningarviðburðum. Nú í lok aprílmánaðar verða fjórar sýningar í boði og opnar sú fyrsta í dag, 21. apríl. Um er að ræða sýningu Ellu West sem er listamaður frá London. Yfirskrift sýningarinnar er As Above, So Below. Þemað í verkum hennar er landslag í tengslum við fjarlægð og rými. Sýningin opnar í dag kl. 18:00. Sýningartímar verða svo 22. - 23. apríl milli kl. 12:00 - 19:00.

24. apríl kl. 18:30 opnar sýning Dervla O'Flaherty þar sem sýndar verða valdar teikningar ásamt röð á málverkum sem listamaðurinn hefur unnið á meðan dvöl hans stóð í Listhúsinu.
Sýningartímar verða 25. - 26. apríl kl. 15:30 - 19:30

27. apríl milli kl. 19:30 - 21:30 mun Lorraine Heller-Nicholas sýna bæði hreyfimyndir og verk á pappír. Lorraine er ástralskur þverfaglistamaður.

Þessi sýningaröð endar svo 28. - 29. apríl en þá verður samsýning þeirra Jean Trgeler og Kristine Roan sem báðar eru búsettar í Boston. Verkin þeirra sýna bergmylsnu sem þær hafa sankað að sér í firðinu. Sýning þeirra verður opin milli kl. 19:30 - 21:30.

Nánari upplýsingar um sýningarnar má finna hér og á heimasíðu Listhússins.