Sýning á verkum nemenda Menntaskólans á Tröllaskaga

Laugardaginn 15. desember bjóða nemendur MTR gestum og gangandi að koma og skoða verkefni frá haustönninni 2018. Sýningin er venju fremur fjölbreytt og  gefur að líta afrakstur mikillar vinnu og sköpunar sem hefur farið fram á haustönn. Sýningin endurspeglar vel einkunnarorð skólans: Frumkvæði – Sköpun – Áræði

Sýningin verður opin frá kl. 13.00-16:00

Allir velkomnir