Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Samkvæmt 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs með síðari breytingum, skal sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, „semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir“, sbr. 5. gr. laganna. Áætlunin skal hafa að markmiði að draga markvisst úr myndun úrgangs og auka endurnotkun og endurnýtingu. Þar skulu m.a. koma fram upplýsingar um stöðu úrgangsmála á svæðinu, aðgerðir til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun og hvernig sveitarstjórnir hyggist ná markmiðum stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15. október 2015 svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015 - 2016. Áætlunina í heild sinni má nálgast hér á heimasíðunni undir útgefið efni.