Súpufundur - fyrir ferðaþjónustuaðila í Eyjafirði

Áhugafólk um öflugt samstarf ferðaþjónustuaðila í Eyjafirði og Akureyrarstofa boðar til súpufundar þriðjudaginn 21. apríl kl 11:30 - 13.00 á Parken (Strikinu) - 4.hæð, Skipagötu 14. Veitingar/kostnaður: Súpa, brauð og kaffi - kr. 1.100,- greiðist á staðnum.

DAGSKRÁ:

11:30  Menningarhúsið Hof - hvað þýðir það fyrir ferðaþjónustuna? 
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri fyrir Menningarhúsið Hof

12:15  Sumardagskrá Fjallabyggðar 
Inga Eiríksdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Fjallabyggðar

12.30   Héðinsfjarðargöngin - hverju breyta þau fyrir ferðaþjónustuna? 
Jón Hrói Finnsson, þróunarstjóri Fjallabyggðar

13:00  Fundarlok

Fundarstjóri: Kristín Sóley Björnsdóttir, kynningarstjóri Minjasafnsins á Akureyri.

Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrir kl 9.00 mánudaginn 20. apríl
Aðilar frá Fjallabyggð skrá sig hjá inga@fjallabyggd.is
Aðilar frá Dalvíkurbyggð skráning hjá margretv@dalvik.is
Aðrir skrá sig hjá Maríu Tryggvadóttur, Akureyrarstofu, á netfangið mariat@akureyri.is