Sundlaugin í Ólafsfirði

Myndin var tekin á lokasprettinum í síðustu viku
Myndin var tekin á lokasprettinum í síðustu viku
Eins og bæjarbúar hafa væntanlega tekið eftir þá hafa framkæmdir staðið yfir við sundlaugina í Ólafsfirði í sumar. Um helgina var látið renna í laugarkerið og átti að taka sundlaugina í notkun í þessari viku. Í ljós kom leki þegar kerfið var prófað um helgina og er verið að vinna í að laga hann. Er því ljóst að sundlaugin opnar ekki fyrr en í fyrsta lagi í kringum næstu helgi, þar sem tíma tekur að finna lekann og renna aftur í sundlaugina. Þegar lekinn hefur verið lagaður og laugin opnuð verður það auglýst hér á síðunni og í staðarblöðum.