Sundlaugin í Ólafsfirði lokar klukkan 15:00 í dag miðvikudag

Sundlaugin í Ólafsfirði lokar óvenju snemma í dag miðvikudaginn 3. ágúst vegna landsleikja sem fram fara í Ólafsfirði klukkan 16:00 og 18:00. Við verðum þvi miður að loka klukkan 15:00 og biðjumst við velvirðingar á því. Við hvetjum fólk hins vegar til þess að mæta á völlinn í stað þess að fara í sund og sjá flottan fótbolta í góðu veðri við glæsilegar vallaraðstæður.