Sundlaugar Fjallabyggðar opna á ný fimmtudaginn 10. desember

Sundlaugin í Ólafsfirði
Mynd: Magnús A. Sveinsson
Sundlaugin í Ólafsfirði
Mynd: Magnús A. Sveinsson

Sundlaugar Fjallabyggðar verða opnaðar fimmtudaginn 10. desember. Gestir eru beðnir um að virða tveggja metra regluna í afgreiðslu og í búningsklefum og velja skápa og snaga eftir því. Engar hárþurrkur verða í boði á meðan þetta ástand varir.

Stólar - borð - leikföng - kaffi:

Ekki verður boðið upp á kaffi að svo stöddu og stólar og borð fjarlægð sökum smithættu. Sama á við um leikföng. Handakúta er hægt að fá hjá laugarverði og ber að skila þeim aftur til laugarvarðar eftir notkun til sótthreinsunar.

Heitir pottar:

Hámark geta verið 6 fullorðnir í pottinum í einu. Mikilvægt er að virða 2 metra regluna. Einnig er góð regla að vera ekki of lengi til þess að sem flestir geti notið þess að fara í pottinn.

Kalda karið og Sauna:

Kaldakarið er opið sem og saunan með fjöldatakmörkunum. 

Ef eitthvað er óljóst þá endilega hafið samband við forstöðumann.