Sumarvinna-Leiðbeinendur

Siglufjarðarkaupstaður óskar eftir að ráða leiðbeinendur við Vinnuskólann í sumar. Umsækjendur munu starfa með ungu fólki við fjölbreytt verkefni s.s. við uppbyggingu og viðhald grænna svæða í bæjarfélaginu. Æskilegt er að umsækjendur séu orðnir 20 ára. Hæfniskröfur: Reynsla og eða menntun í störfum tengdum ungu fólki, ánægja af útivist og garðyrkju. Létt lund, stundvísi og snyrtimennska. Skriflegri umsókn skal skilað á skrifstofu Siglufjarðarkaupstað fyrir 30. apríl næstkomandi. Í umsókninni þarf að koma fram; Almennar upplýsingar, menntun, fyrri störf og annað sem umsækjandi telur viðeigandi. Upplýsingar um launakjör eru veittar á skrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar í síma 460-5600.