Sumarnámskeið fyrir börn og ungmenni

Í sumar verða eftirfarandi námskeið í boði fyrir börn og ungmenni í Fjallabyggð.

- Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) verður með íþrótta- og knattspyrnuskóla og hefst hann 13. júní. Skólinn er ætlaður börnum fædd 2008 - 2012. Skráning er hafin á kf@kfbolti.is Allar nánari upplýsingar má finna hér.


- Sundnámskeið fyrir börn fædd 2010, 2011 og 2012 verður haldið á Siglufirði. Hefst það 13. júní og stendur til 24. júní. Kennarar verða María Jóhannsdóttir (s. 467 1817) og Anna María Björnsdóttir (s. 699 8817).

- Golfklúbbur Fjallabyggðar Ólafsfirði verður með æfingar sem hér segir:
Hópur 13 ára og yngri ....  æfingar þriðjudag-miðvikudag-fimmtudag kl. 10:00 - 12:00
Hópur 14 ára og eldri ....  æfingar þriðjudag-fimmtudag kl. 17:30 - 19:00
Upplýsingar um æfingar veitir Rósa Jónsdóttir í síma 863 0240


- Reiðnámskeið hjá hestamannafélaginu Glæsir hefst 12. júní fyrir byrjendur og lengra komna, einnig fyrir foreldra og börn saman. Nánari upplýsingar eru í síma 788 1375, 698 6518, 788 6775 og 467 1375 netfang saudanes@visir.is