Sumarnámskeið barna í Fjallabyggð 2020

Rafrænt yfirlit yfir sumarnámskeið og frístundastarf barna og unglinga í Fjallabyggð sumarið 2020 er nú aðgengilegt á vef Fjallabyggðar.

Slóð á sumarnámskeið 2020

Þeir aðilar sem ráðgera að bjóða upp á afþreyingu eða aðra dagskrá fyrir börn og unglinga í sumar eru hvattir til að senda upplýsingar um það til Ríkeyjar á netfangið rikey@fjallabyggd.is eða rafrænt á vef Fjallabyggðar (Slóð á eyðublað).

Horft er til afþreyingar eða námskeiða á sviði menningar, lista, íþrótta o.s.frv. Hægt verður að bæta inn í yfirlitið eftir þann tíma en gott að hafa sem mest tilbúið við birtingu yfirlitsins.