Sumarlestur Bókasafns Fjallabyggðar

Sumarlestur á vegum bókasafnsins hefst 1. júní og stendur til 31. ágúst.
Sumarlestur hefur það að markmiði að hvetja til lesturs í sumarfríi skólanna og þannig viðhalda og auka við þá lestrarfærni sem börnin hafa öðlast yfir veturinn. Lestur eflir málþroska, bætir orðaforða, eykur þekkingu, auðveldar nám og örvar ímyndunaraflið.
Hægt er að nálgast Sumarlesturs bæklinga á bókasöfnum Fjallabyggðar á Ólafsfirði og Siglufirði. Þar á að tiltaka titil bókar, blaðsíðufjölda og skrifa stutta umsögn um bókina. Allir fá broskarl og stimpil bókasafnsins eftir hverja lesna bók.
Þátttakendur fá viðurkenningarskjal og glaðning að lestri loknum sem afhent verður á bókasafninu eftir 31. ágúst.

Ekki er um keppni að ræða heldur er markmiðið að hvetja börn til lesturs.