Styrkur til greiðslu fasteignarskatts

Frestur rennur út í dag 10. mars til að sækja um styrk til greiðslu fasteignarskatts.

Í reglum Fjallabyggðar um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka segir m.a.: 
1. gr. - Sveitarstjórn Fjallabyggðar er heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar,- íþrótta,- æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf sbr. heimild í 2.mgr. 5.gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

3. gr.  - Sækja skal um styrk til greiðslu fasteignaskatts á eyðublöðum sem skulu liggja frammi á skrifstofu Fjallabyggðar og vera aðgengileg á vefsvæði sveitarfélagsins. Með umsóknum um styrki skal fylgja:
a) Nýjasti ársreikningur félagsins.
b) Lög viðkomandi félags þar sem fram koma markmið þess.
c) Stutt greinargerð um starfsemi félagsins.

Eyðublaðið má finna hér (ath. það er notast við sama eyðublað og fyrir almenna styrkumsókn fyrir árið 2011 er því ekki að marka dagsetningu á lokaskilum á eyðublaðinu)

 


Að öðru leyti er vísað í reglur, á heimasíðu Fjallabyggðar.

http://www.fjallabyggd.is/static/files/Reglur/FB_2008_Styrkir_til_greidslu_fasteignaskatts_v1.00.pdf


Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofurnar í Fjallabyggð.

Fjallabyggð 10. mars 2011
Skrifstofu- og fjármálastjóri