Styrktartónleikar Tónlistarbrautar MTR - Fréttatilkynning

Þann 11. desember klukkan 19:30, munu nemendur Menntaskólans á Tröllaskaga stíga á stokk og ætla sér það verkefni að halda tónleika til styrktar Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Alls eru það sex nemendur í áfanga sem heitir Skapandi tónlist og meðal flytjenda eru sigurvegarar söngkeppni framhaldsskólanna 2020.

Lokaverkefnið í áfanganum er að halda tónleika og skipuleggja þá sjálf frá grunni. Okkur langar að gefa af okkur á þessum skrítnu tímum og þess vegna ætlum við að skemmta fólki með tónlist og safna pening fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar í leiðinni. Tónleikunum verður streymt á Youtube rás MTR tónlist. https://www.youtube.com/watch?v=to6q7InTXjs

Þema tónleikana verður jólasöngvar í bland við almenna gleði og klassíska smelli.

Opnaður verður reikningur, sem mun sjást á skjánum, svo fólk getur lagt inn það fjármagn sem það vill til styrktar félaginu. Við vonum að sem flestir fylgist með og njóti.

Flytjendur eru:

Amalía Þórarinsdóttir - Söngur.
Helena Reykjalín Jónsdóttir - Söngur.
Hörður Ingi Kristjánsson - Píanó og Hljómborð.
Júlíus Þorvaldsson - Gítar og Söngur.
Mikael Sigurðsson - Bassi.
Tryggvi Þorvaldsson - Gítar og Söngur.
Kristján Már Kristjánsson – Trommur.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Tryggva Þorvaldsson í síma 896-2424 eða í tölvupósti Tryggvi2750@gmail.com


Brot af því sem nemendur hafa gert:

Söngkeppni framhaldsskólanna:
Frétt af trolli.is
Myndband: All I Want - Amalía Þórarinsdóttir

Samfélagsmiðlar MTR Tónlist:

Instagram
Facebook
Youtube

Krabbameinsfélagið

Heimasíða Krabbameinsfélagsins á Akureyri
Krabbameinsfélag Akureyrar á Facebook