Styrkir til atvinnumála kvenna lausir til umsóknar

Þessa dagana erum við að auglýsa til úthlutunar  styrki til atvinnumála kvenna og rennur umsóknarfresturinn út þann 28.september. Umsóknir eru rafrænar og má finna á heimasíðunni http://www.atvinnumalkvenna.is/forsida/   ásamt greinargóðum leiðbeiningum um útfyllingu.  Að þessu sinni eru 50. milljónir til umráða sem veitt verður til spennandi verkefna kvenna um land allt og er hámarksstyrkur 2.milljónir.   Kynningarfundir um styrkina verða haldnir víðsvegar um landið. Auk kynningar á styrkjum til atvinnumála kvenna verða atvinnuþróunarfélögin og Impra á hverjum stað með kynningu á sinni starfsemi, Sigríður Elín hjá Byggðastofnun verður með erindi um konur og atvinnulíf. Síðan koma í heimsókn konur af viðkomandi svæði sem segja frá reynslu sinni við það að koma á fót og reka fyrirtæki.  Boðið verður upp á veitingar í lok fundar og eru allir velkomnir.

Kynningarfundur á Blönduósi Dagsetning: 12.9.2008 - Staðsetning: Blönduós - Við árbakkann
Kynningarfundur um styrki til atvinnumála kvenna  og  þjónustu ráðgjafa verður við Árbakkann á Blönduósi þann 12.september kl. 12.00-13.00. Auk kynningar á styrkjum til atvinnumála kvenna verður þjónusta Atvinnuþróunar SSNV kynnt, erindi frá Byggðastofnun um konur og atvinnulíf og kona í atvinnurekstri segir frá reynslu sinni. Boðið verður upp á veitingar í lok fundar

Kynningarfundur í Eyjafirði. Dagsetning: 15.9.2008 - Staðsetning: Eyjafjörður - Friðrik 5
Kynningarfundur um styrki til atvinnumála kvenna og þjónustu ráðgjafa verður á Friðriki 5 þann 15.september kl. 12.00-13.00 Auk kynningar á styrkjum til atvinnumála kvenna verður þjónusta Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Impru kynnt, erindi frá Byggðastofnun um konur og atvinnulíf og kona í atvinnurekstri segir frá reynslu sinni.
Boðið verður upp á veitingar í lok fundar