Styrkir úr húsafriðunarsjóði

Eyrargata 4. Skjáskot af www.ja.is
Eyrargata 4. Skjáskot af www.ja.is

Styrkjum hefur verið úthlutað úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2015. Af þeim 309 umsóknum sem bárust í húsafriðunarsjóð hlutu 224 styrk. Alls var úthlutað 139.150.000 kr. úr húsafriðunarsjóði og renna 1.350.000 kr. til endurbóta á húsum á Siglufirði. Eigendur eftirtalinna húsa á Siglufirði fengu úthlutað úr húsafriðunarsjóði undir heitinu Friðuð hús og mannvirki:

- Eyri, Eyrargata 4 - 300.000 kr. 
- Hlíðarhús Hávegur 60 - 500.000 kr. 
- Jóakimshús Aðalgötu 20 - 250.000 kr. 
- Ytrahúsið Aðalgötu 23 - 300.000 kr.

Frekari upplýsingar um úthlutanirnar má finna á heimasíðu Minjastofnunar