Sturlaugur Kristjánsson bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2018

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt að tilnefna Sturlaug Kristjánsson sem Bæjarlistamann Fjallabyggðar 2018.

Sturlaugur er Siglfirðingur og hefur starfað allan sinn feril, til fimmtíu ára, unnið óeigingjarnt starf með þátttöku sinni í tónlistarlífi bæjarins. Sturlaugur hefur unnið sem kórstjórnandi, sett upp söngskemmtanir og leikþætti, verið burðarás í sýningum Síldarminjasafnsins til margra ára og stjórnað kór eldriborgara svo lítið eitt sé nefnt.

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar verður útnefndur fimmtudaginn 25. janúar nk., og fer útnefningin fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði kl. 18:00. Við sama tilefni verða afhentir menningarstyrkir Fjallabyggðar fyrir árið 2018.

Allir eru velkomnir.