Stuðningur vegna hamfaranna á Haítí

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti, á fundi bæjarstjórnar 21. janúar sl. að veita sem samsvarar 100 kr. á hvern íbúa í Fjallabyggð, til hjálparstarfs vegna náttúruhamfara og yfirstandandi hörmunga á Haítí. Upphæðin er kr. 210 þúsund og verður skipt jafnt á milli Rauða kross Íslands og Landsbjargar til ráðstöfunar.