Strandblaksmót Sigló hótels

Einn af dagskrárliðum Síldarævintýris er strandblaksmót sem Blakfélag Fjallabyggðar stendur fyrir. Mótið fer fram laugardaginn 30.júlí (ef skráning fram fram úr væntingum munu við nýta föstudaginn eða sunnudaginn til að spila líka). Tveir og tveir eru saman í liði og þátttökugjaldið er 5.000.- pr lið. Keppt verður í kvenna- og karlaflokki og verður deildarskipt (vonandi þrjár kvennadeildir og tvær karladeildir). Hver deild verður kláruð áður en næsta deild byrjar. 
Glæsilegir vinningar eru fyrir efstu sætin ásamt happdrætti í lok mótsins þar sem allir þátttakendur geta unnið flotta vinninga. 
Við hvetjum alla til að láta slag standa, finna sér félaga og skrá sig á mótið. Skráningu lýkur kl 21:00 fimmtudaginn 28.júlí en skráning fer fram hjá Óskari í síma 848-6726 eða netfang oskar@mtr.is.