Strákagöng 40 ára

Þann 10. nóvember sl. voru liðin 40 ár frá því að strákagöng voru formlega opnuð fyrir umferð. Göngin þóttu stórkostleg samgöngubót á sínum tíma, eins og sést á fyrirsögn fréttar í Morgunblaðinu daginn eftir: „Einangrunin rofin“.

Strákagöng eru elstu jarðgöngin í Fjallabyggð, en þau eru næst elstu jarðgöng í íslenska vegakerfinu. Þau eru 800 metra löng, einbreið með útskotum.

Frá þessu er sagt á www.sksiglo.is