Strætó hækkar gjaldskrá sína frá og með 1.mars

Strætó hækkar gjaldskrá sína frá og með 1.mars. Helstu breytingarnar eru þær að almennir farmiðar verða seldir 20 saman í stað 9, eða með sama fyrirkomulagi og í tilviki afsláttarfarmiða, og munu farmiðaspjöldin hækka um 2,9%.
Ódýrast er að kaupa farmiðaspjöldin en einnig er hægt að kaupa staðgreiðslumiða um borð í strætó. Slíkir miðar hækkar um 5% og kostar þá hver miði 420 kr. (var 400 kr). Strætó mun einnig bjóða börnum og ungmennum yngri en 18 ár, öryrkjum og öldruðum að kaupa staðgreiðslumiða um borð í Strætó og kosta hver miði 210 kr (verður í boði frá 1.mars).

Staðgreiðslumiða verður hægt að kaupa um borð í strætó.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Strætó www.straeto.is